Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 170 svör fundust

Hversu lengi er ljósið á leiðinni til næstu stjörnu?

Ljósið er 4,3 ár að fara frá jörðinni til næstu stjörnu sem er Alfa í Mannfáknum. Hægt er að lesa meira um hana hér. Ljósár er sú vegalengd sem ljósið ferðast á einu ári í tómarúmi en ýmsar aðrar einingar eru notaðar í stjarnvísindum, til dæmis stjarnfræðieining (e. astronomical unit) sem er skammstöfuð AU. Um ...

Nánar

Í hvaða löndum er tommukerfið notað?

Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum. Kortið sýnir um það bil hvenær lönd ...

Nánar

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

Nánar

Hvar verða ríbósóm til?

Segja má að ríbósóm séu prótínverksmiðjur frumunnar. Þetta eru örsmáar hnattlaga einingar sem eru í kringum 20 nm í þvermál og því ómögulegt að greina þær í ljóssmásjá. Í frumum sem mynda mikið af prótínum eru mörg þúsund ríbósóm í umfryminu. Ríbósóm myndast í kjarna frumunnar og berast þaðan í umfrymið í tvei...

Nánar

Er talan 0,9999999.... = 1?

Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...

Nánar

Það er hægt að skipta hlutum í tvennt, þrennt og fernt, en getum við talað um að skipta hlutum í "femnt" eða smærri einingar?

Orðin tvennur, þrennur og fern eru lýsingarorð og merkja 'í tveimur (þremur, fjórum) samstæðum; tveir (þrír, fjórir) um eitthvað'. Talað er til dæmis um að skipta einhverju í tvennt (þrennt, fernt), það er í tvo (þrjá, fjóra) hluta. Lýsingarorðin laga sig eftir nafnorðinu sem þau standa með, til dæmis með tvennu (...

Nánar

Hvað er nám í stjarneðlisfræði langt?

Stjarneðlisfræðinám er yfirleitt jafnlangt og nám til sama prófs í öðrum greinum raunvísinda. Með öðrum orðum er til dæmis nám til meistaraprófs í stjarneðlisfræði oftast 5 ár frá stúdentsprófi, en stundum 4 ár. Flestir eru um 10 ár að ljúka doktorsprófi eftir stúdentspróf ef námið er nokkurn veginn samfellt. M...

Nánar

Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?

Í dag eru framfarir í stjarnvísindum svo örar að hætt er við að svar þetta verði úrelt stuttu eftir að það birtist. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er fjarlægasta fyrirbæri himingeimsins dulstirni eða kvasi. Dulstirnið er staðsett nálægt Sextantsmerkinu en áætluð fjarlægð til þess er um 10 eða 12 milljarðar ljósára. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður